Hoppa í aðal efnið
Moomin bolli  30cl. - Garden party - sumarbolli 2023
Moomin bolli  30cl. - Garden party - sumarbolli 2023
Moomin bolli  30cl. - Garden party - sumarbolli 2023
Moomin bolli  30cl. - Garden party - sumarbolli 2023

Moomin bolli 30cl. - Garden party - sumarbolli 2023

4.790 kr
SKU: MOO-1066826

 Sumarkrúsin 2023 er komin út! Sumar línan 2023 heitir Garden Party eða garðveisla.Á sumarbollanum eru múmínálfarnir að skemmta sér vel í garðveislu í múmíndal. Myndskeytingar sumarlínunnar eru úr sögunni ”Moominvalley Turns Jungle” en þar finnur Mía litla framandi fræ sem sett eru niður hér og þar í dalnum. Við það breytist múmíndalurinn í spennandi frumskóg. Til þess að toppa prakkarastrik Míu, tekur Pjakkur sig til og hleypir út villtum dýrum út úr dýragarði í nágrenninu. Þessum óvæntu atburðum er loks fagnað með garðveislu eins og myndirnar á bollanum ná utan um.

Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini.Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.

Krús
Breidd: 8,5 cm
Hæð: 8,2 cm
Rúmar: 0,3 L
Má fara í uppþvottavél og örbylgjuofn.


Karfan þín

x

x