ARIZ - STAFLANLEGUR STÓLL MEÐ PLASTSETU OG NETBAKI
Ariz eru stólar sem henta vel fyrir til að mynda ráðstefnusali eða safnaðarheimili. Ariz einkennist af léttri hönnun sem byggist á samsetningu plasthluta sætis og baks með ramma úr 11mm málmtein. Til að auka þægindi stólsins er hægt að fá hann bólstraðann og með netbaki.
Sérkenni Ariz fjölskyldunnar er fjölbreytt úrval af mismunandi áferðum, sjö litir og nokkrar tegundir af plasti og margvíslegar tegundir lita á áklæði.
- Fáanlegir í útfærslu með plasti, bólstrun eða neti
- Þægilegir armpúðar fáanlegir
- Hægt að stafla 45 stólum á sérstökum vagni
- Möguleiki á að raðtengja stólana
- Möbelfakta vottun – trygging fyrir endingu, öryggi, umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð í framleiðsluferlinu
Ariz eru staflanlegir og því einstaklega hentugir fyrir kennslustofur eða ráðstefnusali, en einnig í móttöku og biðstofum. Burtséð frá útfærslum er hægt að stafla öllum stólum í þessari fjölskyldu.
Verð miðast við stól með plastsetu og netbaki.
---
Framleiðandi: Profim Sp
Framleiðsluland: Pólland
Ábyrgð: 5 ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum
Vottanir: