Hoppa í aðal efnið
Moomin skál   - Sliding  - vetrarskál  '23
Moomin skál   - Sliding  - vetrarskál  '23
Moomin skál   - Sliding  - vetrarskál  '23
Moomin skál   - Sliding  - vetrarskál  '23
Moomin skál   - Sliding  - vetrarskál  '23
Moomin skál   - Sliding  - vetrarskál  '23

Moomin skál - Sliding - vetrarskál '23

4.890 kr
SKU: MOO-1068265

Sliding er vetrarlína ársins 2023.  Hún er framhald af vetrarlínunni 2022 og er teiknuð eftir sömu sögu.
Myndefnið segir frá því þegar undarleg persóna heimsækir Múmíndal. Þetta er herra Brisk, en hann elskar vetraríþróttir meira en allt. Hann hvetur íbúa Múmíndals til að prufa mismunandi íþróttir og reynir að kenna þeim á skíði og skauta. Sjálfur stundar hann framúrstefnulegt sund.
Herra Brisk sker stórt gat í ísinn og Mímlan fylgist skelfingu lostin með. Hún endar með að falla fyrir herra Brisk en henni finnst hann mjög karlmannlegur og valdamikill á að líta. Til að heilla herra Brisk ákveður Mímlan að æfa sig á skautum í laumi á nóttunni. Þar sem herra Brisk er mjög sjálfhverfur þá tekur hann ekki eftir Mímlunni eða viðleitni hennar. Múmínálfarnir reyna að skauta en það gengur ekkert svakalega vel hjá þeim. Ekkert þeirra kann að skauta og fljótlega skipta þau yfir í aðrar íþróttir. Múmínálfarnir gleðjast þegar sjórinn bráðnar og herra Brisk er farinn. 

 Hinar sívinsælu Múmín vörur eru framleiddar af Arabia, dótturfyrirtæki Iittala. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini.Einhverjir í kringum hana voru fullir af ást og gleði á meðan aðrir voru örlítið fúlir og elskuðu einveru. Allir þó frábærir á sinn hátt! Árlega koma nýjar vörur í takmörkuðu magni sem enginn Múmínaðdáandi má láta framhjá sér fara.

Skál
Ø 15 cm.
Má fara í uppþvottavél og örbylgjuofn.


Karfan þín

x

x