Bústoð - Húsgagnavöruverslun

Moomin bolli – 30 cl – Friendship

Friendship bollinn kom fyrst á markað vorið 2018 og var fyrst um sinn einungis seldur í Finnlandi. Friendship línan sem kom fyrst út árið 2015 inniheldur því nú krús, krukku, könnu, fat, stóra skál og stóran disk.

Myndefni bollans sýnir stundina þegar tvær einmanna Múmínpersónur, Krílið og Stráið, hittast á fallegu engi á Jónsmessunótt. Krílið er alltaf einn í húsinu sínu, en einn daginn fær hann nóg af einverunni og rýkur út um miðja nótt. Hann ráfar um og sér ánægjuna sem allir aðrir fá úr lífinu þar til hann finnur flöskuskeyti frá annarri einmanna sál, Stráinu. Hún er dauðhrædd við hávaðann í Morranum og kallar því á hjálp. Krílið finnur hana og heyrir ógnvekjandi hávaðann frá Morranum úr fjarlægð. Hann er viti sínu fjær úr ótta en reynir að vera hugrakkur þar sem hann veit að Stráið er enn hræddari en hann. Krílið kemur Morranum í opna skjöldu þegar hann bítur Morrann í skottið þannig að hann fælist í burtu.

3.590 kr. 2.872 kr.

Vörunúmer: 5111026675 Flokkar: , ,
TILBOÐ!