Skilmálar

 

Almennt

Hér eftir er Seljandi, Bústoð ehf., Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbæ, kennitala: 610375-0229. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

 

Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni, bustod.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessa skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum, birgðastöðu, bilanir og vírusa.

 

Pöntun

Seljandi tekur við pöntun þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæði bustod.is. Um leið og pöntun berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti að því gefnu að kaupandi hafi réttilega gefið upp netfang sitt. Ef greiðsla berst ekki innan 24 klst frá pöntun er litið svo á að kaupandi hafi hætt við pöntunina og varan fer aftur í sölu.

 

Sérpantanir

Hægt er að sérpanta vörur frá flestum þeim framleiðendum sem við seljum vörur frá. Ef einhverjar upplýsingar er óskað er hægt að senda fyrirspurn á bustod@bustod.is eða hringa í síma 421-3377. Afhendingartími á sérpöntunum er misjafn og getur í sumum tilfellum verið allt að 8-12 vikur. Farið er fram á 20% innborgun af verði þegar varan er pöntuð og afgangurinn greiddur þegar varan er afhent.

 

Upplýsingar um vöru

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Ef fram kemur fleiri en ein vara á mynd telst söluvara sú sem fram kemur í vöruheiti eða lýsingu.

Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslunnar.

Seljandi áskilur sér rétt til þess að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld.

 

Verð

Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttar- og eða prentvillur og áskilur seljandi sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara en verð eru almennt breytileg vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Öll verð bera 24% virðisaukaskatt. Allur sendingarkostnaður leggst ofan á verð sem upp er gefið og greiðist af kaupanda. Ef varan er ekki til á lager látum við kaupanda vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.  

 

Greiðsla

Mögulegt er að greiða fyrir vörukaup með kreditkortum (Mastercard og Visa), millifærslu eða símgreiðslu.

 

Ef kaupandi velur að greiða með korti fer hann sjálfkrafa inn á örugga greiðslugátt hjá Borgun ehf. En sú greiðslugátt hefur hloyið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

 

Ef kaupandi velur að greiða með millifærslu fær hann sendan tölvupóst með  upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu fyrirtækisins. Ef greiðsla berst ekki innan 24 klst frá pöntun er litið svo á að kaupandi hafi hætt við pöntunina og varan fer aftur í sölu.

 

Ef kaupandi velur að greiða með símgreiðslu hefur seljandi samband við kaupanda eins fljótt og auðið er svo hægt sé að ganga frá greiðslu.

 

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 1-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Kaupandi getur valið um að fá vörurnar sendar eða sótt þær í verslun seljanda að Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbæ.

Ef afhendingu vöru seinkar mun seljandi tilkynna það kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar.

 

Sendingarkostnaður
Sendingakostnaður greiðist af kaupanda þegar varan er sótt á pósthús eða flutningastöð. Allar vörur eru sendar næsta virka dag eftir móttöku pöntunar.
 

Öll smávara er send með Póstinum og gilda afhendingar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. 

Húsgögn og öll stærri vara er send með því flutningafyrirtæki sem kaupandi velur og gilda afhendingar- og flutningsskilmálar þess fyrirtækis um afhendingu vörunnar. 

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Hægt er að skila og skipta öllum vörum svo lengi sem þær eru ennþá í vöruúrvali okkar, en aðeins ef varan er ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vörur sem er skipt og/eða skilað. Ekki er tekið við skilavörum séu þær sendar með póstkröfu. Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að varan sé ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Frestur byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

 

Galli

Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

 

Ábyrgð

Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Ábyrgðir seljanda eru í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hinsvegar um er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár.

Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfes­tingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað.

Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru á verkstæði án samþykkis seljanda. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar á vöru.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, innan eðilegra tímamarka.

 

Annað

Seljandi heitir fullum trúnaði við viðskiptavini og afhendir hann ekki upplýsingar til þriðja aðila.

Seljandi meðhöndlar persónuupplýsingar um kaupanda vegna notkunar á vefsvæði bustod.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem nafn, heimilisfang og netfang.

 

Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, og breyta verðum eða hætta að bjóða uppá vöru eða þjónustu fyrirvaralaust.